Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 20:48 Bjarni Benediktsson eftir fund sinn með þingflokknum í Valhöll í morgun. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51