Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Jóhann Óli Eiðsson og Snærós Sindradóttir skrifa 9. janúar 2017 04:00 Ef Óttarr segir af sér þingmennsku til að gegna ráðherraembætti kemst hann ekki aftur á þing nema að gengnum Alþingiskosnum. Vísir/ERNIR Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11