Þegar hrikalegt ástand er alls ekki svo slæmt Helga Vala Helgadóttir skrifar 9. janúar 2017 10:30 Við höfum aldrei haft það jafn gott,“ segir verðandi forsætisráðherra ítrekað í fjölmiðlum. Staða ríkissjóðs sömuleiðis sögð glimrandi góð. Á sama tíma og þetta er svona er málsmeðferð hjá opinberum stofnunum víðast hvar í algjöru lamasessi. „Ástandið er í raun ekki svo slæmt,“ segir landlæknir um það að sjúklingar liggi á kaffistofum og á göngum spítala, spítala sem lekur og inniheldur myglusvepp. Spítala sem getur eingöngu sinnt bráðatilfellum. Ekki svo slæmt þó að börn og unglingar þurfi að bíða árum saman eftir nauðsynlegum greiningum. Ekki svo slæmt þó að það taki mörg ár að fá pláss fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilum. Ekki svo slæmt þó það taki sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu eitt til þrjú ár að afgreiða umsókn um forsamþykki til ættleiðingar, jafnvel þó vitað sé að barnið sjálft sé í neyð. Ekki svo slæmt þó sama embætti taki marga mánuði og jafnvel ár að leysa úr einföldu máli er varðar umgengnistálmanir þegar foreldri og barni er meinað að njóta samvista. Ekki svo slæmt þó að kynferðisbrotamál séu tvö til þrjú ár í kerfinu, sem leiðir oft og tíðum til refsilækkunar fyrir hinn dæmda en einskis nema frestunar og meiri vanlíðunar fyrir brotaþola. Ófremdarástand í opinberum stofnunum er þannig orðið að venju. Það ástand sem við vorum nauðbeygð til að sætta okkur við í hruninu verður að laga í góðæri. Til þess eru stjórnvöld, að forgangsraða rétt svo borgarar fái viðeigandi þjónustu fyrir skattfé sitt. Um þetta snýst almannahagur og til þess voruð þið ráðin kæru ráðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Við höfum aldrei haft það jafn gott,“ segir verðandi forsætisráðherra ítrekað í fjölmiðlum. Staða ríkissjóðs sömuleiðis sögð glimrandi góð. Á sama tíma og þetta er svona er málsmeðferð hjá opinberum stofnunum víðast hvar í algjöru lamasessi. „Ástandið er í raun ekki svo slæmt,“ segir landlæknir um það að sjúklingar liggi á kaffistofum og á göngum spítala, spítala sem lekur og inniheldur myglusvepp. Spítala sem getur eingöngu sinnt bráðatilfellum. Ekki svo slæmt þó að börn og unglingar þurfi að bíða árum saman eftir nauðsynlegum greiningum. Ekki svo slæmt þó að það taki mörg ár að fá pláss fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilum. Ekki svo slæmt þó það taki sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu eitt til þrjú ár að afgreiða umsókn um forsamþykki til ættleiðingar, jafnvel þó vitað sé að barnið sjálft sé í neyð. Ekki svo slæmt þó sama embætti taki marga mánuði og jafnvel ár að leysa úr einföldu máli er varðar umgengnistálmanir þegar foreldri og barni er meinað að njóta samvista. Ekki svo slæmt þó að kynferðisbrotamál séu tvö til þrjú ár í kerfinu, sem leiðir oft og tíðum til refsilækkunar fyrir hinn dæmda en einskis nema frestunar og meiri vanlíðunar fyrir brotaþola. Ófremdarástand í opinberum stofnunum er þannig orðið að venju. Það ástand sem við vorum nauðbeygð til að sætta okkur við í hruninu verður að laga í góðæri. Til þess eru stjórnvöld, að forgangsraða rétt svo borgarar fái viðeigandi þjónustu fyrir skattfé sitt. Um þetta snýst almannahagur og til þess voruð þið ráðin kæru ráðamenn.