Hinn 89 ára gamli Charlie Brotman, sem hefur séð um kynnastörf á innvígsluathöfn forseta Bandaríkjanna síðastliðin 60 ár, mun ekki koma til með að kynna á innvígsluathöfn Donald Trump í embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi.
Fékk Brotman, sem hefur kynnt á innvígsluathöfnum síðustu ellefu forseta, tölvupóst þess efnis í vikunni að hann myndi ekki koma til með að sjá um kynnastörf á innvígslu Trump. Segist hann vera vonsvikinn vegna ákvörðunarinnar.
„Ég er vonsvikinn, ég veit að ég gæti gert þetta” segir Brotman í samtali við Washington Post.
Það er Steve Ray, sjálfboðaliði úr kosningateymi Trump, sem fær það verðuga verkefni að sjá um að kynna á vígsluathöfn Trump. Verður Donald Trump sá 45. sem svarinn er í embætti forseta Bandaríkjanna.
Kynni á innvígsluathöfn forseta Bandaríkjanna síðastliðin 60 ár skipt út
Anton Egilsson skrifar
