Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2017 19:30 Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. Síðast í dag fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Þá var barn á leikskólaaldri einnig hætt komið fyrr í dag þegar það barst næstum með öldu út í sjó. Jónas Guðmundsson ferðamálafræðingur hefur umsjón með slysavörnum ferðamanna hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann segir að endurskoða þurfi hvernig koma megi í veg fyrir slys á fjölförnum ferðamannastöðum líkt og Reynisfjöru. „Þetta snýst ekki bara um að stökkva til í hvert skipti sem verður slys og reyna að slökkva þá elda. Þetta snýst um að horfa á heildarmyndina. Við erum með líklega tvo og hálfan milljón ferðamanna á þessu ári. Þetta snýst um það að nota þekktar og viðurkenndar aðferðir sem eru notaðar um allan heim sem við erum allt of lítið að beita,“ segir Jónas í samtali við Vísi.Sjá einnig: Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru „Til dæmis eitt af því sem að gert er til að stýra ferðamönnum á náttúrusvæðum er að beita sambland af þremur aðferðum. Svokölluð handstýring, þar sem eru stígar, girðingar, skilti og þess háttar sem handstýra ferðamönnum þegar þeir eru komnir á staðinn um hvar þeir mega labba, hvar þeir mega ekki labba og þess háttar. Svo er það svokölluð bein stjórnun sem er þá lög og reglugerðir, löggæsla, landvarsla og þess háttar. Svo er það fræðsla og upplýsingagjöf.“ Jónas segir aðal vandamálið við Reynisfjöru vera að enginn ábyrgðaraðili sé að staðnum. „Ef við horfum bara á þessar fjörur. Í fyrsta lagi er enginn ábyrgðaraðili. Umhverfisstofnun er jú með Dyrhólaey í nágrenninu en það er enginn ábyrgðaraðili raunverulega á Reynisfjöru. Þá er ekkert hægt að gera. Á þessum stöðum á auðvitað að vera landvarsla og virkari löggæsla. Þannig að bæði landvörður og lögregla komi á þessa staði á svona degi og eru með sitt áhættumat og leggja mat á hvort aðstæður séu erfiðar og hvort þurfi að setja upp borða sem segir að enginn fari neðar en ákveðið viðmið. Svo þarf landvörður að vera á staðnum til að fylgja þessu eftir.“Sjá einnig: Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og hafa nokkrir þeirra látið lífið. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Þann 3. Febrúar 2016 náðust ferðamenn á mynd í fjörunni þar sem kona varð fyrir briminu þrátt fyrir aðvaranir leiðsögumanna. Sjö dögum seinna, 10. Febrúar 2016, lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Lögreglan vaktaði Reynisfjöru í um tvær vikur eftir slysið. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Í kjölfar banaslyssins í fyrra var nýjum viðvörunarskiltum komið upp í fjörunni. Þá var öðru öryggisskilti komið fyrir þar þann 6. október síðastliðinn. Sjá einnig: Nýtt öryggisskilti sett upp í ReynisfjöruJónas segir stjórnvöld ekki forgangraða rétt í þessum málaflokki. „Ég held að þetta sé einfaldlega að stjórnvöld eru ekki að forgangsraða rétt. Það vantar sýnina og skilninginn og fjármunina. Það er bara einfalt og það verður bara að segjast eins og er,“ segir Jónas.Þarf meira fjármagn Hann segir fyrsta skrefið vera að einhver beri ábyrgð á staðnum. Fyrsta skrefið er að einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum og annað skrefið er að athuga hvort þar þurfi að vera sífelld landvarsla og það fer eftir fjölda ferðamanna. Samhliða því þarf að setja meira fjármagn í löggæslu. Það koma mörg þúsund manns í Reynisfjöru hvern einasta dag, auðvitað á lögreglan að geta komið þar við einu sinni til tvisvar á dag. Jónas tekur sem dæmi þjóðgarðinn Olympia national park í Bandaríkjunum. Hann heimsótti garðinn fyrir þremur árum til að kynna sér öryggi ferðamanna. „Það tók tvo tíma að keyra í gegnum þjóðgarðinn. Lögreglan þar er með viðmið. Hver einasti ferðamaður á að mæta lögreglubíl tvisvar þegar hann keyrir í gegnum þjóðgarðinn. Bara sem dæmi. Meðal annars til að halda niður hraða og til að fólk leggi á bílastæðum en ekki úti í kanti. Þú mætir einum lögreglubíl ef þú keyrir frá Reykjavík að Jökulsárlóni. Einum í mesta lagi og það er ekki lögreglunni að kenna. Það þarf bara meira fjármagn.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leika sér að eldinum í Reynisfjöru Myndskeið sýnir ferðamenn á harðahlaupum undan öldurótinu. 17. október 2016 22:27 Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Velkjast um í sjónum við Reynisfjöru Þórir Kjartansson segir nokkra ferðamenn hafa lent illa í því í þá stuttu stund sem hann hafi verið að taka myndir í fjörunni í gær. 24. mars 2016 16:37 Ferðafólk í sjálfheldu í Reynisfjöru í dag Björgunarsveitum á Suðurlandi barst tvær neyðarbeiðnir nú síðdegis. 16. ágúst 2016 18:01 Vona að ekki þurfi katastrófu til Bandarískur maður, Fred Pinto, biðlar til íslenskra stjórnvalda að merkja betur leiðir og vegi þar sem ferðamenn fara um. Hann lenti í bílveltu á leið sinni að Reynisfjöru. Vegslóðanum þar sem slysið varð hefur nú verið lokað. 30. júlí 2016 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. Síðast í dag fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Þá var barn á leikskólaaldri einnig hætt komið fyrr í dag þegar það barst næstum með öldu út í sjó. Jónas Guðmundsson ferðamálafræðingur hefur umsjón með slysavörnum ferðamanna hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann segir að endurskoða þurfi hvernig koma megi í veg fyrir slys á fjölförnum ferðamannastöðum líkt og Reynisfjöru. „Þetta snýst ekki bara um að stökkva til í hvert skipti sem verður slys og reyna að slökkva þá elda. Þetta snýst um að horfa á heildarmyndina. Við erum með líklega tvo og hálfan milljón ferðamanna á þessu ári. Þetta snýst um það að nota þekktar og viðurkenndar aðferðir sem eru notaðar um allan heim sem við erum allt of lítið að beita,“ segir Jónas í samtali við Vísi.Sjá einnig: Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru „Til dæmis eitt af því sem að gert er til að stýra ferðamönnum á náttúrusvæðum er að beita sambland af þremur aðferðum. Svokölluð handstýring, þar sem eru stígar, girðingar, skilti og þess háttar sem handstýra ferðamönnum þegar þeir eru komnir á staðinn um hvar þeir mega labba, hvar þeir mega ekki labba og þess háttar. Svo er það svokölluð bein stjórnun sem er þá lög og reglugerðir, löggæsla, landvarsla og þess háttar. Svo er það fræðsla og upplýsingagjöf.“ Jónas segir aðal vandamálið við Reynisfjöru vera að enginn ábyrgðaraðili sé að staðnum. „Ef við horfum bara á þessar fjörur. Í fyrsta lagi er enginn ábyrgðaraðili. Umhverfisstofnun er jú með Dyrhólaey í nágrenninu en það er enginn ábyrgðaraðili raunverulega á Reynisfjöru. Þá er ekkert hægt að gera. Á þessum stöðum á auðvitað að vera landvarsla og virkari löggæsla. Þannig að bæði landvörður og lögregla komi á þessa staði á svona degi og eru með sitt áhættumat og leggja mat á hvort aðstæður séu erfiðar og hvort þurfi að setja upp borða sem segir að enginn fari neðar en ákveðið viðmið. Svo þarf landvörður að vera á staðnum til að fylgja þessu eftir.“Sjá einnig: Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og hafa nokkrir þeirra látið lífið. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Þann 3. Febrúar 2016 náðust ferðamenn á mynd í fjörunni þar sem kona varð fyrir briminu þrátt fyrir aðvaranir leiðsögumanna. Sjö dögum seinna, 10. Febrúar 2016, lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Lögreglan vaktaði Reynisfjöru í um tvær vikur eftir slysið. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Í kjölfar banaslyssins í fyrra var nýjum viðvörunarskiltum komið upp í fjörunni. Þá var öðru öryggisskilti komið fyrir þar þann 6. október síðastliðinn. Sjá einnig: Nýtt öryggisskilti sett upp í ReynisfjöruJónas segir stjórnvöld ekki forgangraða rétt í þessum málaflokki. „Ég held að þetta sé einfaldlega að stjórnvöld eru ekki að forgangsraða rétt. Það vantar sýnina og skilninginn og fjármunina. Það er bara einfalt og það verður bara að segjast eins og er,“ segir Jónas.Þarf meira fjármagn Hann segir fyrsta skrefið vera að einhver beri ábyrgð á staðnum. Fyrsta skrefið er að einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum og annað skrefið er að athuga hvort þar þurfi að vera sífelld landvarsla og það fer eftir fjölda ferðamanna. Samhliða því þarf að setja meira fjármagn í löggæslu. Það koma mörg þúsund manns í Reynisfjöru hvern einasta dag, auðvitað á lögreglan að geta komið þar við einu sinni til tvisvar á dag. Jónas tekur sem dæmi þjóðgarðinn Olympia national park í Bandaríkjunum. Hann heimsótti garðinn fyrir þremur árum til að kynna sér öryggi ferðamanna. „Það tók tvo tíma að keyra í gegnum þjóðgarðinn. Lögreglan þar er með viðmið. Hver einasti ferðamaður á að mæta lögreglubíl tvisvar þegar hann keyrir í gegnum þjóðgarðinn. Bara sem dæmi. Meðal annars til að halda niður hraða og til að fólk leggi á bílastæðum en ekki úti í kanti. Þú mætir einum lögreglubíl ef þú keyrir frá Reykjavík að Jökulsárlóni. Einum í mesta lagi og það er ekki lögreglunni að kenna. Það þarf bara meira fjármagn.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leika sér að eldinum í Reynisfjöru Myndskeið sýnir ferðamenn á harðahlaupum undan öldurótinu. 17. október 2016 22:27 Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Velkjast um í sjónum við Reynisfjöru Þórir Kjartansson segir nokkra ferðamenn hafa lent illa í því í þá stuttu stund sem hann hafi verið að taka myndir í fjörunni í gær. 24. mars 2016 16:37 Ferðafólk í sjálfheldu í Reynisfjöru í dag Björgunarsveitum á Suðurlandi barst tvær neyðarbeiðnir nú síðdegis. 16. ágúst 2016 18:01 Vona að ekki þurfi katastrófu til Bandarískur maður, Fred Pinto, biðlar til íslenskra stjórnvalda að merkja betur leiðir og vegi þar sem ferðamenn fara um. Hann lenti í bílveltu á leið sinni að Reynisfjöru. Vegslóðanum þar sem slysið varð hefur nú verið lokað. 30. júlí 2016 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Leika sér að eldinum í Reynisfjöru Myndskeið sýnir ferðamenn á harðahlaupum undan öldurótinu. 17. október 2016 22:27
Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46
Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30
Velkjast um í sjónum við Reynisfjöru Þórir Kjartansson segir nokkra ferðamenn hafa lent illa í því í þá stuttu stund sem hann hafi verið að taka myndir í fjörunni í gær. 24. mars 2016 16:37
Ferðafólk í sjálfheldu í Reynisfjöru í dag Björgunarsveitum á Suðurlandi barst tvær neyðarbeiðnir nú síðdegis. 16. ágúst 2016 18:01
Vona að ekki þurfi katastrófu til Bandarískur maður, Fred Pinto, biðlar til íslenskra stjórnvalda að merkja betur leiðir og vegi þar sem ferðamenn fara um. Hann lenti í bílveltu á leið sinni að Reynisfjöru. Vegslóðanum þar sem slysið varð hefur nú verið lokað. 30. júlí 2016 08:00