Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 11:05 Frá Reynisfjöru Mynd/Ulrich Pittroff Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni. Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp. Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar. „Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lést í fjörunni árið 2007.Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007 Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir. Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni. Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp. Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar. „Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lést í fjörunni árið 2007.Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007 Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir. Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40
Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22