Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2016 12:50 Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki vilja skapa vandræði fyrir bandaríska embættismenn í Rússlandi. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila