Aron bjartsýnn á að ná HM í Frakklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2016 19:00 Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54
Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30