Tólfumenn óttast að klappið verði þreytt Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 07:00 Tólfan vakti verðskuldaða athygli á EM í Frakklandi. Benjamín er hér fremstur meðal jafningja, klæddur í hvítt. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira