Spá því að jólasnjórinn falli á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 11:16 Það eru ágætar líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Það ætti að viðra ágætlega á höfuðborgarbúa á Þorláksmessukvöld ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en afar vinsælt er að kíkja þá niður í miðbæ Reykjavíkur, klára síðustu jólagjafirnar og sýna sig og sjá aðra. Það er þó með það eins og annað að veðrið spilar alltaf eitthvað inn í en að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings, verður hægur vindur og minniháttar úrkoma á höfuðborgarsvæðinu. Austanlands verður þó ekki eins gott veður og ætti fólk að hafa það í huga ef það þarf að ferðast um þann landshluta. „Eins og Þorláksmessa lítur út nún þá sýnist mér að það verði kannski frekar hryssingslegt suðaustan til, gæti orðið býsna hvöss norðaustan átt og snjókoma en aftur á móti í Reykjavík ætti aftur að vera hægur vindur og minniháttar úrkoma þannig að það gæti nú verið ágætlega jólalegt þó það geri einhver smá él,“ segir Óli Þór. Þegar á líður á kvöldið gerir hins vegar frekar leiðinlegt veður á austanverðu landinu, það er austan Eyjafjarðar og austan Kirkjubæjarklausturs.Fyrri partur aðfangadags gæti orðið leiðinlegur „Það er þá bæði á Þorláksmessukvöld og um nóttina þannig að fyrri partur aðfangadags gæti orðið frekar leiðinlegur,“ segir Óli Þór en færð gæti til að mynda spillst og fólk fyrir austan ætti því að fylgjast vel með veðurspánni. Veðrið skánar svo þegar líður á aðfangadag en það verður þó líklega ekki þurrt á norðausturhorninu. Á langstærstum hluta landsins ætti síðan að vera þokkalegasta veður á aðfangadag. Spáð er 0 til 7 stiga frosti þar sem kaldast verður inn til landsins og ágætar líkur eru á því að það verði hvít jól víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð éljagangi á fimmtudag. Gæti jólasnjórinn einfaldlega fallið þá þar sem spáð er frosti næstu daga á eftir og ætti hann því að halda sér að sögn Óla Þórs. „Það er ekki að sjá að hiti fari yfir frostmark frá deginum í dag þannig að öll úrkoma sem fellur ætti því meira og minna að halda sér.“ Jóladagur er síðan dálítið snúinn. „Þá kemur lægð sem stefnir beint upp að upp að suðurströndinni en í dag ætlar hún að strjúka suðausturströndina á leið sinni til norðausturs en að sama skapi kemur úrkomubakki úr norðri yfir norðanvert landið. Manni finnst þetta samspil ekki endilega alveg trúverðugt ennþá þannig að þetta er frekar flókið,“ segir Óli Þór. Það má því lítið út af bregða til að það geri mjög leiðinlegt veður inn á landið og þá helst á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum, en það skýrist þegar nær dregur helginni.Veðurhorfur á landinu:Sunnan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í vestan 15-25 með éljum á sunnanverðu landinu seinnipartinn, en norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Kólnandi veður. Blæs og snjóar víða um land í nótt, en fer síðan að lægja. Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 á morgun og dálítil él. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á miðvikudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu og él í flestum landshlutum, einkum við sjávarsíðuna. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á fimmtudag:Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag (Þorláksmessa):Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él framan af degi, en áfram léttskýjað og kalt á Norður- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðaustlæg átt með snjókomu norðan- og austantil á landinu. Vestlæg eða breytileg átt annars staðar og dálítil él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.Á sunnudag (jóladagur):Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Vægt frost.Á mánudag (annar í jólum):Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark. Þurrt og frost fyrir norðan og austan. Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Það ætti að viðra ágætlega á höfuðborgarbúa á Þorláksmessukvöld ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en afar vinsælt er að kíkja þá niður í miðbæ Reykjavíkur, klára síðustu jólagjafirnar og sýna sig og sjá aðra. Það er þó með það eins og annað að veðrið spilar alltaf eitthvað inn í en að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings, verður hægur vindur og minniháttar úrkoma á höfuðborgarsvæðinu. Austanlands verður þó ekki eins gott veður og ætti fólk að hafa það í huga ef það þarf að ferðast um þann landshluta. „Eins og Þorláksmessa lítur út nún þá sýnist mér að það verði kannski frekar hryssingslegt suðaustan til, gæti orðið býsna hvöss norðaustan átt og snjókoma en aftur á móti í Reykjavík ætti aftur að vera hægur vindur og minniháttar úrkoma þannig að það gæti nú verið ágætlega jólalegt þó það geri einhver smá él,“ segir Óli Þór. Þegar á líður á kvöldið gerir hins vegar frekar leiðinlegt veður á austanverðu landinu, það er austan Eyjafjarðar og austan Kirkjubæjarklausturs.Fyrri partur aðfangadags gæti orðið leiðinlegur „Það er þá bæði á Þorláksmessukvöld og um nóttina þannig að fyrri partur aðfangadags gæti orðið frekar leiðinlegur,“ segir Óli Þór en færð gæti til að mynda spillst og fólk fyrir austan ætti því að fylgjast vel með veðurspánni. Veðrið skánar svo þegar líður á aðfangadag en það verður þó líklega ekki þurrt á norðausturhorninu. Á langstærstum hluta landsins ætti síðan að vera þokkalegasta veður á aðfangadag. Spáð er 0 til 7 stiga frosti þar sem kaldast verður inn til landsins og ágætar líkur eru á því að það verði hvít jól víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð éljagangi á fimmtudag. Gæti jólasnjórinn einfaldlega fallið þá þar sem spáð er frosti næstu daga á eftir og ætti hann því að halda sér að sögn Óla Þórs. „Það er ekki að sjá að hiti fari yfir frostmark frá deginum í dag þannig að öll úrkoma sem fellur ætti því meira og minna að halda sér.“ Jóladagur er síðan dálítið snúinn. „Þá kemur lægð sem stefnir beint upp að upp að suðurströndinni en í dag ætlar hún að strjúka suðausturströndina á leið sinni til norðausturs en að sama skapi kemur úrkomubakki úr norðri yfir norðanvert landið. Manni finnst þetta samspil ekki endilega alveg trúverðugt ennþá þannig að þetta er frekar flókið,“ segir Óli Þór. Það má því lítið út af bregða til að það geri mjög leiðinlegt veður inn á landið og þá helst á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum, en það skýrist þegar nær dregur helginni.Veðurhorfur á landinu:Sunnan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í vestan 15-25 með éljum á sunnanverðu landinu seinnipartinn, en norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Kólnandi veður. Blæs og snjóar víða um land í nótt, en fer síðan að lægja. Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 á morgun og dálítil él. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á miðvikudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu og él í flestum landshlutum, einkum við sjávarsíðuna. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á fimmtudag:Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag (Þorláksmessa):Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él framan af degi, en áfram léttskýjað og kalt á Norður- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðaustlæg átt með snjókomu norðan- og austantil á landinu. Vestlæg eða breytileg átt annars staðar og dálítil él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.Á sunnudag (jóladagur):Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Vægt frost.Á mánudag (annar í jólum):Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark. Þurrt og frost fyrir norðan og austan.
Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira