Bæði BBC og SkySports hafa þetta eftir fjölmiðlafulltrúa tenniskonunnar sem heitir Karel Tejkal. Petra Kvitova er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum.
Petra Kvitova er kominn undir læknis hendur en hún skarst á vinstri hendi í árásinni. Kvitova er ekki lífshættu.
Atvikið átti sér stað á heimili hennar í bænum Prostejov í Tékklandi.
Samkvæmt fyrstu fréttum frá Tékklandi þá kom Petra Kvitova að þjófum á heimili sínum með fyrrnefndum afleiðingum.
Petra Kvitova hefur unnið tvö risamót á ferlinum og í bæði skiptin vann hún Wimbledon-mótið, fyrst 2011 og svo 2014. Kvitova er 26 ára gömul og var því aðeins 21 árs þegar hún vann Wimbledon-mótið í fyrra skiptið.
Petra Kvitov vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst.
