Smári segir Viðreisn og Bjarta framtíð vinna gegn breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 13:15 Smári McCarthy segir að flokkar sem boðuðu breytingar leggist gegn breytingum. Vísir Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn. Alþingi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn.
Alþingi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira