Samkomulag um aukin útgjöld upp á 12 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:44 Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira