Er þetta satt eða logið hjá Aroni, Ágústu Evu eða Audda? Stefán Árni Pálsson skrifar 26. desember 2016 14:30 Þessi þættir verða svakalegir. „Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan? Satt eða logið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
„Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan?
Satt eða logið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira