Tekjur ríkissjóðs auknar um 7 milljarða og afgangur minnkaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2016 18:17 Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira