Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 06:00 Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var valin íþróttamaður ársins í fyrra. mynd/hafliði breiðfjörð Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira