Söng með Sissel Kyrkjebø Elín Albertsdóttir skrifar 23. desember 2016 10:00 Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“ Eurovision Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“
Eurovision Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“