Hodgson um tapið á móti Íslandi: Ég trúði því ekki að þetta gæti gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:30 Roy Hodgson og fögnuður íslenska landsliðsins. Vísir/Getty og EPA Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira