Forsetinn ekki farinn að íhuga utanþingsstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 19:20 Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar. Alþingi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar.
Alþingi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira