Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, fyrir suma Ellen Calmon skrifar 27. desember 2016 07:00 Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „…verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016…“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu. Mynd 1 Samanburður við þróun kaupmáttar fullvinnandiÚtreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Mynd 2 Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslaunaHagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarkslaunum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskertum lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaupmátt launa. Bilið er mikið. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „…verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016…“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu. Mynd 1 Samanburður við þróun kaupmáttar fullvinnandiÚtreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Mynd 2 Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslaunaHagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarkslaunum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskertum lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaupmátt launa. Bilið er mikið. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun