Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Leigubílstjórar víða um heim eru ósáttir við Uber og hafa mótmælt starfsemi fyrirtækisins harðlega. Þessir tveir krefjast þess að fyrirtækið stöðvi og líkja því við mafíu. Nordicphotos/AFP Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira