Alþingi frelsar forstjórana Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2016 07:00 Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun