„Hæfilega sáttir“ með 120 milljón króna bætur vegna Húss íslenskra fræða nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. desember 2016 10:49 Vinningstillagan í samkeppni á hönnun Húss íslenskra fræða. mynd/arnastofnun.is Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira