„Hæfilega sáttir“ með 120 milljón króna bætur vegna Húss íslenskra fræða nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. desember 2016 10:49 Vinningstillagan í samkeppni á hönnun Húss íslenskra fræða. mynd/arnastofnun.is Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira