Trump skýtur föstum skotum á Obama Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 22:18 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/Getty Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
„Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15
Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila