Það er ótrúlegt hvað UFC-bardagakappar leggja á sig í aðdraganda bardaga.
Það fáum við að sjá í nýjasta þættinum af Embedded sem eru upphitunarþættir fyrir UFC 207 sem fer fram á föstudagskvöld eða aðfararnótt laugardags á íslenskum tíma.
Cody Garbrandt fær tækifæri til þess að vinna bantamvigtarbeltið af Dominick Cruz og þessi spennandi strákur leggur allt undir.
Í þætti dagsins fer hann til læknis sem treður blöðru upp í nefið á honum en það á að hjálpa honum með súrefnisupptöku í bardaganum. Meiri orku og meira úthald. Það er allt gert.
Cruz er einnig í þættinum sem og Amanda Nunes og TJ Dillashaw.
Sjá má þáttinn hér að ofan.
Cody lætur troða blöðru upp í nefið á sér
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti