Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:14 Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira