Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:14 Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira