Gummi Ben á lokaorðin í umfjöllun Guardian um fótboltaævintýri Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 14:30 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira