Gummi Ben á lokaorðin í umfjöllun Guardian um fótboltaævintýri Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 14:30 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira