Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2016 21:45 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila