Borgin hefur sparað 170 milljónir vegna veðurblíðunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2016 20:00 Þetta eru myndir teknar í Skipholti í desember í fyrra og nú í síðustu viku. Munurinn er gríðarlegur. Vísir/Ernir/Anton Brink Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar. Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar.
Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25