Framsækin atvinnustefna VG Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. desember 2016 07:00 Samhliða búvörusamningunum, sem fráfarandi ríkisstjórn gerði í haust, var komið inn endurskoðunarákvæði. Það viljum við í Vinstri grænum nýta vel og ná sátt um breytingar í landbúnaði. Þar eiga umhverfismálin að vera í forgrunni. Það er skylda okkar að huga að loftslagsmálum, því vistspori sem landbúnaðurinn myndar, en það á ekki síður við þegar kemur að innflutningi, en 13 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru tilkomin vegna vöruflutninga. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að dýravelferð og neytendavernd, þegar kemur að landbúnaði. Það gerum við með því að gera strangar kröfur um innlenda framleiðslu og huga vel að því hvernig styrkjum er háttað til hennar. Hvað innflutning varðar þarf uppruni að vera á hreinu og þar með þær aðstæður sem eru við framleiðsluna í landinu sem framleitt er, ekki síðasta viðkomustað á leiðinni til Íslands. Þannig gefst neytendum val. Við getum ekki talað fyrir dýravelferð heima fyrir, en stutt við slæman aðbúnað í öðrum löndum með því að flytja vörur úr slíkri framleiðslu inn. Vinstri græn hafa verið tilbúin til breytinga í sjávarútvegi og hafa þá stefnu að hluti aflaheimilda eigi að leigjast út á opinberum leigumarkaði. Við höfum viljað horfa til þess sem frændur okkar Færeyingar eru að gera með tilraunum í uppboði á aflaheimildum, en þar, eins og í landbúnaði, teljum við að umhverfismál eigi að skipta miklu. Sjávarútvegur verður að þróast enn frekar í átt til umhverfisvænna veiða og vinnslu. Auðlindir hafsins eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nokkuð rík samstaða hefur verið um það, a.m.k. á hátíðarstundum. En hvað þýðir það í raun? Við í Vinstri grænum teljum að það þýði að nýtingarréttur verður leigður út til skamms tíma, en eignarhaldið verði opinbert. Nýtingarréttur til langs tíma, áratuga jafnvel, getur nefnilega myndað hefðarrétt. Vinstri græn telja að nú sé lag að koma umhverfissjónarmiðum enn frekar að þegar að atvinnumálum kemur. Það á bæði við hinar hefðbundnari greinar, en einnig nýrri greinar. Það er raunveruleg framsækni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Samhliða búvörusamningunum, sem fráfarandi ríkisstjórn gerði í haust, var komið inn endurskoðunarákvæði. Það viljum við í Vinstri grænum nýta vel og ná sátt um breytingar í landbúnaði. Þar eiga umhverfismálin að vera í forgrunni. Það er skylda okkar að huga að loftslagsmálum, því vistspori sem landbúnaðurinn myndar, en það á ekki síður við þegar kemur að innflutningi, en 13 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru tilkomin vegna vöruflutninga. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að dýravelferð og neytendavernd, þegar kemur að landbúnaði. Það gerum við með því að gera strangar kröfur um innlenda framleiðslu og huga vel að því hvernig styrkjum er háttað til hennar. Hvað innflutning varðar þarf uppruni að vera á hreinu og þar með þær aðstæður sem eru við framleiðsluna í landinu sem framleitt er, ekki síðasta viðkomustað á leiðinni til Íslands. Þannig gefst neytendum val. Við getum ekki talað fyrir dýravelferð heima fyrir, en stutt við slæman aðbúnað í öðrum löndum með því að flytja vörur úr slíkri framleiðslu inn. Vinstri græn hafa verið tilbúin til breytinga í sjávarútvegi og hafa þá stefnu að hluti aflaheimilda eigi að leigjast út á opinberum leigumarkaði. Við höfum viljað horfa til þess sem frændur okkar Færeyingar eru að gera með tilraunum í uppboði á aflaheimildum, en þar, eins og í landbúnaði, teljum við að umhverfismál eigi að skipta miklu. Sjávarútvegur verður að þróast enn frekar í átt til umhverfisvænna veiða og vinnslu. Auðlindir hafsins eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nokkuð rík samstaða hefur verið um það, a.m.k. á hátíðarstundum. En hvað þýðir það í raun? Við í Vinstri grænum teljum að það þýði að nýtingarréttur verður leigður út til skamms tíma, en eignarhaldið verði opinbert. Nýtingarréttur til langs tíma, áratuga jafnvel, getur nefnilega myndað hefðarrétt. Vinstri græn telja að nú sé lag að koma umhverfissjónarmiðum enn frekar að þegar að atvinnumálum kemur. Það á bæði við hinar hefðbundnari greinar, en einnig nýrri greinar. Það er raunveruleg framsækni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar