Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 14:30 Róbert Gunnarsson gæti hafa skorað sitt síðasta skrautmark fyrir íslenska landsliðið. vísir/epa Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09