Orð og efndir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. desember 2016 07:00 Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo í ljós að of langt bar á milli flokka til að hægt yrði að ná saman. Trauðla bar annað orð oftar á góma í kosningabaráttunni en orðið innviðir. Allir flokkar virtust sammála um að þá þyrfti að efla, orðið innviðauppbygging var mikið tekið af stjórnmálamönnum í framboði. Og ætli annar málaflokkur hafi verið meira ræddur en heilbrigðismál? En hvað gerist svo eftir kosningar? Þá kemur í ljós að til að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosningaloforðin – til að gera allt þetta þarf fjármuni. Og þeir fjármunir liggja ekki á lausu. Staða ríkissjóðs reyndist ekki eins góð og fráfarandi stjórnarflokkar vildu vera láta (hver hefði trúað því að stjórnarflokkar reyndu að fegra ríkisfjármálin í aðdraganda kosninga?) og um á þriðja tug milljarða vantaði til að standa undir samþykktum þingsins um framkvæmdir og rekstur 2017. Fyrir utan allt annað. Fjármunir þurfa að koma einhvers staðar frá. Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg til að þeirra eigin loforð verði að veruleika. Þar stendur. Ég er einfaldur maður og tel að fólk eigi að segja satt. Það á ekki að lofa einhverju fyrir kosningar, en hlaupa frá því eftir kosningar. Það eru gamaldags klækjastjórnmál. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo í ljós að of langt bar á milli flokka til að hægt yrði að ná saman. Trauðla bar annað orð oftar á góma í kosningabaráttunni en orðið innviðir. Allir flokkar virtust sammála um að þá þyrfti að efla, orðið innviðauppbygging var mikið tekið af stjórnmálamönnum í framboði. Og ætli annar málaflokkur hafi verið meira ræddur en heilbrigðismál? En hvað gerist svo eftir kosningar? Þá kemur í ljós að til að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosningaloforðin – til að gera allt þetta þarf fjármuni. Og þeir fjármunir liggja ekki á lausu. Staða ríkissjóðs reyndist ekki eins góð og fráfarandi stjórnarflokkar vildu vera láta (hver hefði trúað því að stjórnarflokkar reyndu að fegra ríkisfjármálin í aðdraganda kosninga?) og um á þriðja tug milljarða vantaði til að standa undir samþykktum þingsins um framkvæmdir og rekstur 2017. Fyrir utan allt annað. Fjármunir þurfa að koma einhvers staðar frá. Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg til að þeirra eigin loforð verði að veruleika. Þar stendur. Ég er einfaldur maður og tel að fólk eigi að segja satt. Það á ekki að lofa einhverju fyrir kosningar, en hlaupa frá því eftir kosningar. Það eru gamaldags klækjastjórnmál. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar