Sigurður Ingi vill helst mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 22:42 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26