Veltir fyrir sér hvort Bjarni vantreysti forstöðumönnum ríkisstofnana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 14:22 „Við vantreystum þeim ekki, er það?" vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58