Lewandowski grenjaði úr hlátri yfir vali France Football Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 15:15 Gott grín, France Football. vísir/getty/afp/twitter Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016 Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016
Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34
Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17