Ljóðakvöld á Norðurbakkanum Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 11:00 Kristian Guttesen ljóðskáld verður á meðal skáldana sem lesa upp í Hafnarfirði í kvöld. Visir/Pjetur Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Menning Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Menning Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira