Innsláttarvilla gerði rússneskum hökkurum kleift að nálgast tölvupósta demókrata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2016 14:46 Hakkar komust inn í tölvupóst John Podesta sem sést hér við hliðina á Hillary Clinton. Vísir/Getty Rússneskir hakkarar gátu nálgast þúsundir tölvupósta á vegum háttsetts demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn New York Times. Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa staðið að baki rússnesku hökkurunum. Bandaríska leyniþjónustan hefur borið kennsl á einstaklinga með tengsl við ríkisstjórn Rússlands sem létu uppljóstrarasíðunni Wikileaks í té þúsundir tölvupósta frá landstjórn Demókrataflokksins og kosningastjóra Hillary Clinton, John Podesta.Í rannsókn New York Times kemur fram að í aðdraganda kosninganna hafi Podesta fengið fjölda svokallaðra phishing-tölvupósta. Í þeim tilvikum fær grunlaus aðili tölvupóst um að hann eigi strax að fara á tiltekna síðu til að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengil sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur trúverðuglega en er í raun fölsk síða. Podesta fékk fjölda tölvupósta á hverjum degi og fóru starfsmenn hans yfir þá á hverjum degi. Svo virðist sem að einn af þeim hafi óvart beðið tæknimann um að fylgja leiðbeiningunum sem fylgdu einum af þeim fjölmörgu phishing-tölvupóstum sem Podesta tók á móti. Tölvupósturinn sem um ræðir og sjá má hér var látinn líta út fyrir að vera frá Google þar sem Podesta var varaður við því að einhver hefði nálgast lykilorð hans að Gmail-reikningi hans og nauðsynlegt væri að skipta um lykilorð. Starfsmaðurinn áttaði sig hins vegar á því að tölvupósturinn væri ekki ekta og lét tæknimann vita af því. Hann virðist þó hafa gert mistök því að hann sagði tæknimannum að pósturinn væri ekta og því þyrfti að breyta um lykilorð. Skrifaði hann að pósturinn væri „legitimate“ eða lögmætur þegar hann ætlaði sér að skrifa „illegitimate“ eða ólögmætur. Í viðtali við New York Times segir að þetta hafi nagað hann alla tíð síðan. Í grein New York Times segir að þessi villa hafi orðið til þess að rússneskir hakkarar fengu aðgang að tölvupóstum John Podesta. Sem fyrr segir hefur CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum en ekki aðeins til að draga úr tiltrú á bandaríska kosningakerfinu. Þessu hefur Donald Trump alfarið vísað á bug en háttsettir þingmenn úr röðum beggja flokka hafa kallað eftir því að málið verði rannsakað.Lesa má grein New York Times um málið hér. Donald Trump Tengdar fréttir Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Tveir áhrifamenn innan Repúplikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 12. desember 2016 23:29 Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33 Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rússneskir hakkarar gátu nálgast þúsundir tölvupósta á vegum háttsetts demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn New York Times. Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa staðið að baki rússnesku hökkurunum. Bandaríska leyniþjónustan hefur borið kennsl á einstaklinga með tengsl við ríkisstjórn Rússlands sem létu uppljóstrarasíðunni Wikileaks í té þúsundir tölvupósta frá landstjórn Demókrataflokksins og kosningastjóra Hillary Clinton, John Podesta.Í rannsókn New York Times kemur fram að í aðdraganda kosninganna hafi Podesta fengið fjölda svokallaðra phishing-tölvupósta. Í þeim tilvikum fær grunlaus aðili tölvupóst um að hann eigi strax að fara á tiltekna síðu til að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengil sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur trúverðuglega en er í raun fölsk síða. Podesta fékk fjölda tölvupósta á hverjum degi og fóru starfsmenn hans yfir þá á hverjum degi. Svo virðist sem að einn af þeim hafi óvart beðið tæknimann um að fylgja leiðbeiningunum sem fylgdu einum af þeim fjölmörgu phishing-tölvupóstum sem Podesta tók á móti. Tölvupósturinn sem um ræðir og sjá má hér var látinn líta út fyrir að vera frá Google þar sem Podesta var varaður við því að einhver hefði nálgast lykilorð hans að Gmail-reikningi hans og nauðsynlegt væri að skipta um lykilorð. Starfsmaðurinn áttaði sig hins vegar á því að tölvupósturinn væri ekki ekta og lét tæknimann vita af því. Hann virðist þó hafa gert mistök því að hann sagði tæknimannum að pósturinn væri ekta og því þyrfti að breyta um lykilorð. Skrifaði hann að pósturinn væri „legitimate“ eða lögmætur þegar hann ætlaði sér að skrifa „illegitimate“ eða ólögmætur. Í viðtali við New York Times segir að þetta hafi nagað hann alla tíð síðan. Í grein New York Times segir að þessi villa hafi orðið til þess að rússneskir hakkarar fengu aðgang að tölvupóstum John Podesta. Sem fyrr segir hefur CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum en ekki aðeins til að draga úr tiltrú á bandaríska kosningakerfinu. Þessu hefur Donald Trump alfarið vísað á bug en háttsettir þingmenn úr röðum beggja flokka hafa kallað eftir því að málið verði rannsakað.Lesa má grein New York Times um málið hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Tveir áhrifamenn innan Repúplikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 12. desember 2016 23:29 Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33 Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Tveir áhrifamenn innan Repúplikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 12. desember 2016 23:29
Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00
CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33
Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13
Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent