Staðan gæti breyst í vor Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Niðurstöður könnunar á fylgi flokka benda til lítilla breytinga frá kosningum. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira