Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 13:30 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira