Rússar eru hins vegar orðnir þreyttir á þessum ásökunum og segja yfirvöldum í Bandaríkjunum að leggja fram sannanir eða hætta þessum ásökunum.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig tjáð sig um ásakanirnar. Eins og hann gerir gjarnan tísti hann um málið. Tump og stuðningsmenn hans eru sannfærðir um að ásakanirnar gegn Rússum séu til þess fallnar að draga úr trúverðugleika á sigur Trump í kosningunum.
If Russia, or some other entity, was hacking, why did the White House wait so long to act? Why did they only complain after Hillary lost?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016
Are we talking about the same cyberattack where it was revealed that head of the DNC illegally gave Hillary the questions to the debate?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 16, 2016
Obama ræddi málið við NPR í gærkvöldi. Þar sagði hann að ef einhver utanaðkomandi stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á kosningar Bandaríkjanna, yrði ríkið að bregðast við.
„Við munum gera það, á stað og tíma að okkar vali,“ sagði forsetinn.
Hann sagðist telja öruggt að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði komið að árásunum á einhvern hátt og að á endanum beri hann ábyrgð á málinu.