Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. desember 2016 12:06 Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. Vísir/Ernir Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur. Alþingi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur.
Alþingi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira