Boðað til samningafundar í kjaradeilu sjómanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 12:31 Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Vísir/Ernir Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27