Sunna segir Sigmund Davíð aldrei hafa spurt út í efni viðtalsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 12:42 Sunna Valgerðardóttir er verðlaunaður blaðamaður. Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV á Akureyri, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, aldrei hafa spurt hvert efni viðtalsins væri sem hann veitti RÚV á 100 ára afmælishátíð flokksins norðan heiða.Segja má að upp úr hafi soðið þegar Sunna hætti að spyrja þingmanninn út í afmæli flokksins og sneri sér að mætingu þingmannsins á Alþingi fyrstu daga nýs þings.Mætti í afmælið upp á von og óvon „Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna á Facebook. Sunna fór því á afmælisfögnuð flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag upp á von og óvon. „Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan.“ Í viðtalinu, sem birt var í heild á vef RÚV, kom fram að Sigmundur Davíð taldi sig hafa veitt viðtalið á ákveðnum forsendum. Sunna þvertekur fyrir það.Gekk úr viðtalinu Á árum áður var það því sem næst regla að ráðherrar fengju að vita efni viðtala áður en þeir veittu þau. Sömuleiðis þekkist það enn að ráðherrar og þingmenn neiti að veita viðtöl nema fyrir liggi hvert umræðuefnið er. Sem fyrr segir brást Sigmundur illa við spurningum sem sneru að því af hverju hann hefði ekki mætt í vinnuna. Lauk viðtalinu með því að hann gekk úr viðtalinu áður en því var lokið. Alþingi Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 „Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV á Akureyri, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, aldrei hafa spurt hvert efni viðtalsins væri sem hann veitti RÚV á 100 ára afmælishátíð flokksins norðan heiða.Segja má að upp úr hafi soðið þegar Sunna hætti að spyrja þingmanninn út í afmæli flokksins og sneri sér að mætingu þingmannsins á Alþingi fyrstu daga nýs þings.Mætti í afmælið upp á von og óvon „Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna á Facebook. Sunna fór því á afmælisfögnuð flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag upp á von og óvon. „Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan.“ Í viðtalinu, sem birt var í heild á vef RÚV, kom fram að Sigmundur Davíð taldi sig hafa veitt viðtalið á ákveðnum forsendum. Sunna þvertekur fyrir það.Gekk úr viðtalinu Á árum áður var það því sem næst regla að ráðherrar fengju að vita efni viðtala áður en þeir veittu þau. Sömuleiðis þekkist það enn að ráðherrar og þingmenn neiti að veita viðtöl nema fyrir liggi hvert umræðuefnið er. Sem fyrr segir brást Sigmundur illa við spurningum sem sneru að því af hverju hann hefði ekki mætt í vinnuna. Lauk viðtalinu með því að hann gekk úr viðtalinu áður en því var lokið.
Alþingi Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 „Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35