Innlent

Sigmundur Davíð mætti fyrstur í þingsalinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð veifaði til fréttamanns Stöðvar 2 þegar hann mætti í þingsalinn.
Sigmundur Davíð veifaði til fréttamanns Stöðvar 2 þegar hann mætti í þingsalinn. vísir/lvp
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er mættur til Alþingis í fyrsta sinn frá því það kom saman eftir kosningar, en þingfundur hófst á Alþingi núna klukkan 15. Aðeins eitt mál var á dagskrá, kosning nefndarmanna í allsherjar-og menntamálanefnd. Var Sigmundur Davíð kosinn varamaður í nefndina.

Sigmundur mætti fyrstur þingmanna í salinn fyrir fundinn en áttaði sig svo á að hann hefði gleymt að setja á sig bindið, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann fór því aftur út til að ná í bindið og rétt náði inn á fundinn áður en honum lauk en fundurinn var afar stuttur þar sem aðeins eitt mál var tekið fyrir.

Sigmundur búinn að setja bindið upp.vísir/lvp
Mikið hefur verið rætt um mætingu Sigmundar Davíðs á þingi síðustu daga, ekki síst eftir að RÚV birti viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við hann þar sem hún spurði hvers vegna hann hefði ekki mætt í vinnuna.

Sigmundur Davíð brást illa við spurningunni, sagði voðalega reiði vera í Ríkisútvarpinu, og þá sérstaklega Sunnu, í sinn garð. Kvaðst Sigmundur hafa fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×