Breitbart í stríði við Kelloggs Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2016 21:00 "Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið.“ Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets
Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44
Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00
Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00