Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:30 Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti.
Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira