Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:30 Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira