Grípa í skugga á sviðinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. desember 2016 11:00 Arnmundur Ernst Backman og Aldís Amah Hamilton æfa hlutverk sín í Óþelló og spegla sig í þeim. Visir/Eyþór Arnmundur Ernst Backman og Aldís Amah Hamilton fara með hlutverk Kassíós og Desdemónu í uppfærslu Vesturports á Óþelló. Arnmundur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og Aldís vorið 2016. Þau eru á meðal þeirra ungu og upprennandi leikara sem taka þátt í uppfærslu Vesturports á Óþelló, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Hlutverk Aldísar er hennar fyrsta í Þjóðleikhúsinu.Aldís: „Við erum núna að æfa í leikmynd og fara í búninga, svo þetta er spennandi vika fram undan. Börkur Jónsson sér um leikmynd og hún er mögnuð.“Arnmundur: „Börkur kemur einhvern veginn alltaf á óvart. Það er svo skemmtilegt þegar verkið er komið á þennan stað í ferlinu.“ Kynhlutverk eru ekki eftir hefðbundinni forskrift í uppfærslunni. Jagó er til að mynda kona leikin af Nínu Dögg Filippusdóttur.Arnmundur: Þetta er sterkt í leikhússenunni í dag, að snúa kynjahlutverkum við. Hvað varðar Jagó, þá er það í fyrsta skipti í leikhússögunni sem það er gert sem kemur á óvart.“Aldís: „Mér finnst þetta spennandi. Að máta konu í þetta hlutverk illmennis. Vesturport er þekkt fyrir að reyna á mörkin. Fjölbreytnin er mikilvæg, fyrir utan það að þessar dökku hliðar mannlegs eðlis, þær eru ekki bara karla. Heldur kvenna líka.“Arnmundur: „Kassíó er að nokkru leyti fórnarlamb aðstæðna. En samt ekki. Hann er framapotari, kann að leika leikinn. Í upphafi er hann tekinn fram yfir Jagó og það hrindir atburðarásinni af stað. Pabbi lék þetta hlutverk fyrir 27 árum.“Aldís: „Hefur þú horft á það?“Arnmundur: „Nei, er það til á myndbandi? Úff. Nei, ég er ekki viss um að ég vilji gera það. Maður fer í ákveðið ferðalag gagnvart foreldrum sínum. Fólki sem vinnur með mér finnst alltaf vera að bregða fyrir skuggum í leikhúsinu. Annað hvort eru þeir frá mömmu eða pabba. Ég get ákveðið að fjarlægjast skuggana eða bara grípa þá. Ég held ég sé búinn að ákveða að grípa þá. Nota það besta.“ Faðir Arnmundar er Björn Ingi Hilmarsson leikari og móðir hans Edda Heiðrún Backman heitin. Móðir Aldísar er Alda Sigmundsdóttir rithöfundur og faðir hennar er Ricky Hamilton, búsettur í Bandaríkjunum. Leiðir foreldra Aldísar skildu þegar hún var um ársgömul. Hún hefur ekki séð hann síðan.Aldís: „Það er alltaf gaman að uppgötva að maður býr yfir góðum eiginleikum foreldra sinna því á uppvaxtarárum ætlar maður sér ekki að líkjast foreldrum sínum. Svo lærir maður að meta þau á fullorðinsaldri og það sem þau hafa gefið manni. Ég finn að ég hef þörf fyrir að tengjast föður mínum og föðurfjölskyldunni betur. Ég sendi honum stundum tölvupóst og af og til hringjumst við á. Ég sker mig úr hér á landi. Ég er stolt af því og langar að tengjast uppruna mínum enn betur. Foreldrar okkar fylgja okkur. Stundum segir mamma þegar ég hlæ: Þú hlærð alveg eins og pabbi þinn. Þannig er þetta, foreldrum okkar bregður fyrir, þó að það séu bara gen, vöðvar, eitthvað líkamlegt.“Arnmundur er svo til alinn upp í leikhúsi. Aldís þekkir líka Þjóðleikhúsið og fékk stundum að heimsækja afa sinn þangað í vinnuna.Vísir/EyþórHarmleikur Williams Shakespeare um Óþelló er reglulegt viðfangsefni íslenskra leikhúsa. Hvernig hafa þau nálgast sín hlutverk?Aldís: „Ég hef pælt heilmikið í verkinu og speglað í eigin reynslu. Myrkir eiginleikar mannsins eru undir smásjá, stórýktir. Hlutverkið býður í ferðalag. Desdemóna er í huga sumra hið hefðbundna kvenfórnarlamb. En í mínum huga er hún líka töffari því hún talar gegn föður sínum og hefðbundnum venjum um hjónaband. Velur sinn eigin veg sem endar með látum auðvitað. Stolt og barnsleg einlægni eru ef til vill hennar lestir því frekar en að gefast upp þá trúir hún á lausn. Hún sér ekki að hún er með veikum manni. Heilbrigð manneskja myndi láta staðar numið.“Arnmundur: „Kassío er auðvitað algjör hálfviti. Hann er dónalegur, ruddi. En ég er að skoða mýkri hliðar hans. Hann er alltaf í einhverri rullu. Ef hann væri í Reykjavík á okkar tímum, þá væri hann mögulega hipster. Rekstrarstjóri á Gló Street Food, samt í viðskiptafræði líka í HR og svo er hann kannski tímabundið fasteignasali. Allt til skemmri tíma, því hann á von á því að verða hampað, því hann er svo stórkostlegur!“Aldís: „Hann ráðskast líka með fólk.“Arnmundur: „En mér þykir samt vænt um hann. Okkur verður að þykja vænt um karakterinn, þrátt fyrir að hann sé gallaður.“Aldís: „Við verðum líka að hafa húmor, fyrir aðstæðum og fyrir okkur. Þótt undiraldan sé þung í harmleik eins og Óþelló þá er samt rými fyrir húmor og ást. Við nýtum það rými í þessari uppfærslu.“Arnmundur: „En svo er líka stórkostlegt ferðalag að fylgjast með þessum reynsluboltum vinna og læra af þeim. Þetta er stórskotalið. Gói, Ingvar Sigurðsson, Björn Hlynur, Ólafur Egill og Nína.“ Arnmundur er svo til alinn upp í leikhúsi. Aldís þekkir líka Þjóðleikhúsið og fékk stundum að heimsækja afa sinn þangað í vinnuna.Aldís: „Afi minn var verkefnastjóri í leikhúsinu, Sigmundur Örn Arngrímsson. Hér fékk ég stundum að hanga. Hann var vel liðinn og það fattar það enginn af sjálfsdáðum að ég er barnabarn hans. Ég horfði á sumar sýningarnar aftur og aftur, eins og til dæmis Kardimommubæinn sem var í uppáhaldi.“Arnmundur: „Þetta er nú munurinn á okkur. Á meðan þú varst að horfa á Kardimommubæinn, þá var ég að horfa endurtekið á farsann Sex í sveit og var kominn með mikið óþol fyrir því verki.“ En hafa þau bæði verið ákveðin í að verða leikarar?Aldís: „Já og nei. Ég gekk í Verslunarskólann og komst ekki inn í Nemó. Ég hafði kannski ekki sama kjark og þor og aðrir sem fengu þar inni. Ég var meira leitandi og var búin að skrá mig í kínverska viðskiptafræði í HÍ en endaði í Listaháskólanum. Ég hefði kannski ekki komist þangað ef mér hefði ekki verið hafnað, ég held það sé hollt. Þá horfist maður í augu við það sem maður vill og annaðhvort heldur áfram eða ekki.“Arnmundur: „Það er alveg rétt. Baráttan er mikilvæg. En það þarf ekki síður sterkan skráp í það þegar vel gengur. Maður er hættulegastur sjálfum sér þegar það gengur vel. Þá fer hégóminn af stað. Ég var svo mikill unglingur. Í leiklistinni gekk mér vel, þegar boltinn fór að rúlla leið námsáhuginn fyrir það. Þannig að hér er ég nú. Kannski vil ég nú samt einhvern tíma læra frönsku? Eða bara eitthvað annað.“Aldís: „Hafðu nú ekki áhyggjur af þessu. Ég lærði á Excel, ég hef ekkert að gera við það í dag. Þú getur lært frönsku seinna, Arnmundur. Það er nefnilega málið, leiklistin er ein af þeim starfsgreinum þar sem þú verður að hamra járnið meðan heitt er, á meðan þú ert ungur. Hlutverkin eru mörg skrifuð fyrir ungt fólk, sérstaklega konur. Það er, held ég, ekki tekið inn í skólann eftir að þú verður 28 ára. Þetta eru hlutir sem maður þarf að uppgötva snemma og vita að þetta er það sem þú ætlar að gera. Þetta er fórn.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arnmundur Ernst Backman og Aldís Amah Hamilton fara með hlutverk Kassíós og Desdemónu í uppfærslu Vesturports á Óþelló. Arnmundur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og Aldís vorið 2016. Þau eru á meðal þeirra ungu og upprennandi leikara sem taka þátt í uppfærslu Vesturports á Óþelló, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Hlutverk Aldísar er hennar fyrsta í Þjóðleikhúsinu.Aldís: „Við erum núna að æfa í leikmynd og fara í búninga, svo þetta er spennandi vika fram undan. Börkur Jónsson sér um leikmynd og hún er mögnuð.“Arnmundur: „Börkur kemur einhvern veginn alltaf á óvart. Það er svo skemmtilegt þegar verkið er komið á þennan stað í ferlinu.“ Kynhlutverk eru ekki eftir hefðbundinni forskrift í uppfærslunni. Jagó er til að mynda kona leikin af Nínu Dögg Filippusdóttur.Arnmundur: Þetta er sterkt í leikhússenunni í dag, að snúa kynjahlutverkum við. Hvað varðar Jagó, þá er það í fyrsta skipti í leikhússögunni sem það er gert sem kemur á óvart.“Aldís: „Mér finnst þetta spennandi. Að máta konu í þetta hlutverk illmennis. Vesturport er þekkt fyrir að reyna á mörkin. Fjölbreytnin er mikilvæg, fyrir utan það að þessar dökku hliðar mannlegs eðlis, þær eru ekki bara karla. Heldur kvenna líka.“Arnmundur: „Kassíó er að nokkru leyti fórnarlamb aðstæðna. En samt ekki. Hann er framapotari, kann að leika leikinn. Í upphafi er hann tekinn fram yfir Jagó og það hrindir atburðarásinni af stað. Pabbi lék þetta hlutverk fyrir 27 árum.“Aldís: „Hefur þú horft á það?“Arnmundur: „Nei, er það til á myndbandi? Úff. Nei, ég er ekki viss um að ég vilji gera það. Maður fer í ákveðið ferðalag gagnvart foreldrum sínum. Fólki sem vinnur með mér finnst alltaf vera að bregða fyrir skuggum í leikhúsinu. Annað hvort eru þeir frá mömmu eða pabba. Ég get ákveðið að fjarlægjast skuggana eða bara grípa þá. Ég held ég sé búinn að ákveða að grípa þá. Nota það besta.“ Faðir Arnmundar er Björn Ingi Hilmarsson leikari og móðir hans Edda Heiðrún Backman heitin. Móðir Aldísar er Alda Sigmundsdóttir rithöfundur og faðir hennar er Ricky Hamilton, búsettur í Bandaríkjunum. Leiðir foreldra Aldísar skildu þegar hún var um ársgömul. Hún hefur ekki séð hann síðan.Aldís: „Það er alltaf gaman að uppgötva að maður býr yfir góðum eiginleikum foreldra sinna því á uppvaxtarárum ætlar maður sér ekki að líkjast foreldrum sínum. Svo lærir maður að meta þau á fullorðinsaldri og það sem þau hafa gefið manni. Ég finn að ég hef þörf fyrir að tengjast föður mínum og föðurfjölskyldunni betur. Ég sendi honum stundum tölvupóst og af og til hringjumst við á. Ég sker mig úr hér á landi. Ég er stolt af því og langar að tengjast uppruna mínum enn betur. Foreldrar okkar fylgja okkur. Stundum segir mamma þegar ég hlæ: Þú hlærð alveg eins og pabbi þinn. Þannig er þetta, foreldrum okkar bregður fyrir, þó að það séu bara gen, vöðvar, eitthvað líkamlegt.“Arnmundur er svo til alinn upp í leikhúsi. Aldís þekkir líka Þjóðleikhúsið og fékk stundum að heimsækja afa sinn þangað í vinnuna.Vísir/EyþórHarmleikur Williams Shakespeare um Óþelló er reglulegt viðfangsefni íslenskra leikhúsa. Hvernig hafa þau nálgast sín hlutverk?Aldís: „Ég hef pælt heilmikið í verkinu og speglað í eigin reynslu. Myrkir eiginleikar mannsins eru undir smásjá, stórýktir. Hlutverkið býður í ferðalag. Desdemóna er í huga sumra hið hefðbundna kvenfórnarlamb. En í mínum huga er hún líka töffari því hún talar gegn föður sínum og hefðbundnum venjum um hjónaband. Velur sinn eigin veg sem endar með látum auðvitað. Stolt og barnsleg einlægni eru ef til vill hennar lestir því frekar en að gefast upp þá trúir hún á lausn. Hún sér ekki að hún er með veikum manni. Heilbrigð manneskja myndi láta staðar numið.“Arnmundur: „Kassío er auðvitað algjör hálfviti. Hann er dónalegur, ruddi. En ég er að skoða mýkri hliðar hans. Hann er alltaf í einhverri rullu. Ef hann væri í Reykjavík á okkar tímum, þá væri hann mögulega hipster. Rekstrarstjóri á Gló Street Food, samt í viðskiptafræði líka í HR og svo er hann kannski tímabundið fasteignasali. Allt til skemmri tíma, því hann á von á því að verða hampað, því hann er svo stórkostlegur!“Aldís: „Hann ráðskast líka með fólk.“Arnmundur: „En mér þykir samt vænt um hann. Okkur verður að þykja vænt um karakterinn, þrátt fyrir að hann sé gallaður.“Aldís: „Við verðum líka að hafa húmor, fyrir aðstæðum og fyrir okkur. Þótt undiraldan sé þung í harmleik eins og Óþelló þá er samt rými fyrir húmor og ást. Við nýtum það rými í þessari uppfærslu.“Arnmundur: „En svo er líka stórkostlegt ferðalag að fylgjast með þessum reynsluboltum vinna og læra af þeim. Þetta er stórskotalið. Gói, Ingvar Sigurðsson, Björn Hlynur, Ólafur Egill og Nína.“ Arnmundur er svo til alinn upp í leikhúsi. Aldís þekkir líka Þjóðleikhúsið og fékk stundum að heimsækja afa sinn þangað í vinnuna.Aldís: „Afi minn var verkefnastjóri í leikhúsinu, Sigmundur Örn Arngrímsson. Hér fékk ég stundum að hanga. Hann var vel liðinn og það fattar það enginn af sjálfsdáðum að ég er barnabarn hans. Ég horfði á sumar sýningarnar aftur og aftur, eins og til dæmis Kardimommubæinn sem var í uppáhaldi.“Arnmundur: „Þetta er nú munurinn á okkur. Á meðan þú varst að horfa á Kardimommubæinn, þá var ég að horfa endurtekið á farsann Sex í sveit og var kominn með mikið óþol fyrir því verki.“ En hafa þau bæði verið ákveðin í að verða leikarar?Aldís: „Já og nei. Ég gekk í Verslunarskólann og komst ekki inn í Nemó. Ég hafði kannski ekki sama kjark og þor og aðrir sem fengu þar inni. Ég var meira leitandi og var búin að skrá mig í kínverska viðskiptafræði í HÍ en endaði í Listaháskólanum. Ég hefði kannski ekki komist þangað ef mér hefði ekki verið hafnað, ég held það sé hollt. Þá horfist maður í augu við það sem maður vill og annaðhvort heldur áfram eða ekki.“Arnmundur: „Það er alveg rétt. Baráttan er mikilvæg. En það þarf ekki síður sterkan skráp í það þegar vel gengur. Maður er hættulegastur sjálfum sér þegar það gengur vel. Þá fer hégóminn af stað. Ég var svo mikill unglingur. Í leiklistinni gekk mér vel, þegar boltinn fór að rúlla leið námsáhuginn fyrir það. Þannig að hér er ég nú. Kannski vil ég nú samt einhvern tíma læra frönsku? Eða bara eitthvað annað.“Aldís: „Hafðu nú ekki áhyggjur af þessu. Ég lærði á Excel, ég hef ekkert að gera við það í dag. Þú getur lært frönsku seinna, Arnmundur. Það er nefnilega málið, leiklistin er ein af þeim starfsgreinum þar sem þú verður að hamra járnið meðan heitt er, á meðan þú ert ungur. Hlutverkin eru mörg skrifuð fyrir ungt fólk, sérstaklega konur. Það er, held ég, ekki tekið inn í skólann eftir að þú verður 28 ára. Þetta eru hlutir sem maður þarf að uppgötva snemma og vita að þetta er það sem þú ætlar að gera. Þetta er fórn.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira