Keltneskt þema og sérsamið jólalag Magnús Guðmundsson skrifar 3. desember 2016 11:30 Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, ásamt erlendu listamönnunum sem taka þátt í aðventutónleikunum á sunnudaginn. Visir/Anton Brink Aðventutónleikar Söngfjelagsins hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum enda einstaklega létt og skemmtileg jólastemning á tónleikunum. Það er kannski ekki að undra að það sé gaman hjá tónleikagestum enda er eflaust ákaflega gaman að syngja undir stjórn kórstjórans Hilmars Arnar Agnarssonar sem virðist strax við fyrstu kynni vera ákaflega léttur og skemmtilegur maður. Hilmar Örn segir að Söngfjelagið sé merkilegur hópur sem var stofnaður fyrir fimm árum. „Uppistaðan í Söngfjelaginu er úr gamla Dómkórnum, fólk sem var svona aðeins í lausu lofti og á milli kóra á sínum tíma, og í framhaldinu varð þessi kór til. Við köllum hann Söngfjelagið með joði til þess að höfða til gamla tímans því við viljum vera bæði módern og gamaldags í senn. Og við viljum líka vera frjáls og óháð. Það fannst okkur ægilega flott, að vera ekki kirkjukór,“ segir Hilmar Örn og hlær glaðlega. „En við erum frjáls í verkefnavali og getum tekist á við áskoranir sem við sækjumst eftir hverju sinni. Við höfum til að mynda verið að syngja klezmer-tónlist og þá hef ég getað nýtt mín sambönd, ég þekki ansi marga erlendis og gott listamannateymi sem hefur verið tilbúið til þess að koma til Íslands og vinna með okkur. Vinna með kórnum og kenna honum.“Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, var farinn að hlakka til aðventutónleikanna á sunnudaginn. Visir/Anton BrinkÞað er engin undantekning á þessu í ár en hingað til lands eru komnir ákaflega flottir listamenn á vegum kórsins sem Hilmar Örn segist vera alveg sérstaklega kátur með. „Við erum með alveg rosalega flott lið í ár. Fyrst skal telja sönghóp frá Írlandi sem heitir Anúna sem er alveg æðislegur acapella hópur og ég kynntist stjórnenda þeirra og hann sendi okkur hingað norður sína flottustu sópran-skvísu sem heitir Bláth Conroy Murphy. Og við ætlum að vera soldið í þeirra anda með henni. En svo göngum við enn lengra því það er önnur vinkona okkar frá Glastonbury, Heloise Pilkington, en hún er með þessa dásamlegu gömlu keltnesku tónlist. Til þess að líma þetta saman þá fengum við hingað mikinn snilling sem heitir Gerry Diver. Hann er sérfræðingur í írskri og keltneskri tónlist og getur hreinlega spilað á hvaða hljóðfæri sem er.“ Keltneska þemað leynir sér ekki og Hilmar Örn segir að það sé alltaf ákaflega skemmtilegt en svo séu nú líka fleiri hefðir hjá Söngfjelaginu. „Við höfum nefnilega alltaf látið semja fyrir okkur. Á síðasta ári var það hann Hjörleifur Hjartarson úr tvíeykinu Hundur í óskilum sem átti jólalagið. Í ár er það Olga Guðrún Árnadóttir sem á lagið og hún semur það í ákaflega fallegum ballöðustíl.“ Þess má einnig geta að lag Olgu Guðrúnar er tileinkað minningu Ingibjargar Haraldsdóttur, ljóðskálds og þýðanda sem lést fyrir skömmu, en Hilmar Örn segir líka að kórinn hiki ekki við að lofa fallegri stemningu í kirkjunni. Tónleikarnir verða í Langholtskirkju á sunnudag kl. 16 og svo aftur kl. 20.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember. Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Aðventutónleikar Söngfjelagsins hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum enda einstaklega létt og skemmtileg jólastemning á tónleikunum. Það er kannski ekki að undra að það sé gaman hjá tónleikagestum enda er eflaust ákaflega gaman að syngja undir stjórn kórstjórans Hilmars Arnar Agnarssonar sem virðist strax við fyrstu kynni vera ákaflega léttur og skemmtilegur maður. Hilmar Örn segir að Söngfjelagið sé merkilegur hópur sem var stofnaður fyrir fimm árum. „Uppistaðan í Söngfjelaginu er úr gamla Dómkórnum, fólk sem var svona aðeins í lausu lofti og á milli kóra á sínum tíma, og í framhaldinu varð þessi kór til. Við köllum hann Söngfjelagið með joði til þess að höfða til gamla tímans því við viljum vera bæði módern og gamaldags í senn. Og við viljum líka vera frjáls og óháð. Það fannst okkur ægilega flott, að vera ekki kirkjukór,“ segir Hilmar Örn og hlær glaðlega. „En við erum frjáls í verkefnavali og getum tekist á við áskoranir sem við sækjumst eftir hverju sinni. Við höfum til að mynda verið að syngja klezmer-tónlist og þá hef ég getað nýtt mín sambönd, ég þekki ansi marga erlendis og gott listamannateymi sem hefur verið tilbúið til þess að koma til Íslands og vinna með okkur. Vinna með kórnum og kenna honum.“Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, var farinn að hlakka til aðventutónleikanna á sunnudaginn. Visir/Anton BrinkÞað er engin undantekning á þessu í ár en hingað til lands eru komnir ákaflega flottir listamenn á vegum kórsins sem Hilmar Örn segist vera alveg sérstaklega kátur með. „Við erum með alveg rosalega flott lið í ár. Fyrst skal telja sönghóp frá Írlandi sem heitir Anúna sem er alveg æðislegur acapella hópur og ég kynntist stjórnenda þeirra og hann sendi okkur hingað norður sína flottustu sópran-skvísu sem heitir Bláth Conroy Murphy. Og við ætlum að vera soldið í þeirra anda með henni. En svo göngum við enn lengra því það er önnur vinkona okkar frá Glastonbury, Heloise Pilkington, en hún er með þessa dásamlegu gömlu keltnesku tónlist. Til þess að líma þetta saman þá fengum við hingað mikinn snilling sem heitir Gerry Diver. Hann er sérfræðingur í írskri og keltneskri tónlist og getur hreinlega spilað á hvaða hljóðfæri sem er.“ Keltneska þemað leynir sér ekki og Hilmar Örn segir að það sé alltaf ákaflega skemmtilegt en svo séu nú líka fleiri hefðir hjá Söngfjelaginu. „Við höfum nefnilega alltaf látið semja fyrir okkur. Á síðasta ári var það hann Hjörleifur Hjartarson úr tvíeykinu Hundur í óskilum sem átti jólalagið. Í ár er það Olga Guðrún Árnadóttir sem á lagið og hún semur það í ákaflega fallegum ballöðustíl.“ Þess má einnig geta að lag Olgu Guðrúnar er tileinkað minningu Ingibjargar Haraldsdóttur, ljóðskálds og þýðanda sem lést fyrir skömmu, en Hilmar Örn segir líka að kórinn hiki ekki við að lofa fallegri stemningu í kirkjunni. Tónleikarnir verða í Langholtskirkju á sunnudag kl. 16 og svo aftur kl. 20.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember.
Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira